Friday Dec 11, 2020
#11 Umgengnis- og forsjármál - Líf án ofbeldis
„Nei, börn eru ekki vernduð fyrir ofbeldi á Íslandi,“ segir Sigrún Sif Jóelsdóttir talskona Lífs án ofbeldis. Umgengnis- og forsjármál eru oft lituð andstæðum sjónarmiðum í opinberri umræðu þar sem feður og mæður virðast takast á og við, dómstóll götunnar, erum krafin um afstöðu. Sigrún Sif vill aðgreina mál þar sem um ofbeldi er að ræða frá öðrum umgengnis- og forsjármálum og segir að feður þurfi að berjast fyrir breytingum á kerfinu. Hver er að gæta hagsmuna barna og hvernig vinnum við saman að bættari ramma í kringum þessi viðkvæmu mál, sem umgengnis- og forsjármálin eru? Það skal tekið fram að Félag um foreldrajafnrétti, áður Félag ábyrgra feðra, var boðið að taka þátt í þessum þætti en stjórn félagsins hafnaði því og vildi ekki eiga samtal um umgengnis- og forsjármál á þessum vettvangi.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.