Thursday Mar 23, 2023
118. „Svona er ég bara“ - Biggi Veira
Birgir Þórarinsson eða Biggi Veira tónlistarmaður, sem mörg tengja líklega við GusGus, hefur ekki látið þröngan stakk karlmennskuhugmynda skilgreina sig, sérstaklega ekki fataval sitt og kyntjáningu. Enda er hann reglulega í sokkabuxum, blússum eða kjólum sem teljast almennt til kvenfatnaðar og vel farðaður, þótt hann sé stundum beðinn um að vera ekki of mikið málaður t.d.fyrir foreldraviðtöl.
Biggi lýsir því hvernig hann áttaði sig mjög snemma að hann hneygðist að hefðbundnum kvenfatnaði, þótt erfitt sé að lýsa því eða réttlæta enda byggt á djúpstæðum tilfinningum. Það var samt ekki fyrr en í kringum aldamótin sem hann kemur „út úr skápnum“, ekki sem kona eða hommi, heldur hann sjálfur. Miðaldra gagnkynhneigður sís karlmaður, ráðsettur faðir í sambúð með konu sem klæðir sig og farðar eins og kona en er hrútskýrari og hálfgert alpha male.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Viðmælandi: Birgir Þórarinsson (Biggi Veira)
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
ÖRLÖ, Veganbúðin, BM Vallá og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.