Friday Feb 05, 2021
#17 Kynjafræði, drengjaorðræða og femínismi - Þorgerður Einarsdóttir
„Við erum alltaf að endurskapa þessar hugmyndir [um karlmennsku og kvenleika] [...] það eru valdatengsl í þessum samskiptum og við erum alltaf að endurskapa kynin og valdatengslin í nýjum búningum. Við sjáum eina hindrun, ryðjum henni úr vegi en þá spretta upp aðrar hindranir.“ segir Þorgerður Einarsdóttir prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands í samtali við Þorstein V. EInarsson í 17. podcastþætti Karlmennskunnar. Þorgerður hefur starfað í 20 ár við kynjafræðirannsóknir og segist verða þreytt og vonlaus á „þreyttum málflutningi“ t.d. um drengi í skólakerfinu sem hún segir að sé oft byggður á holum grunni. Farið er yfir hina svokölluðu drengjaorðræðu, hvað gerir kynjafræði að fræðigrein, algengar mýtur og gagnrýni á kynjafræðileg sjónarhorn í rannsóknum, femínisma og mismunandi aðferðir til að vinna að jafnrétti.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.