Thursday Jul 22, 2021

#41 „Kynferðisofbeldi snýst oftast um vald en ekki kynlíf“ - DRUSLUGANGAN, Inga Hrönn Jónsdóttir og Karitas M. Bjarkadóttir

Inga Hrönn Jónsdóttir og Karitas M. Bjarkadóttir úr skipulagsteymi Druslugöngunnar eru viðmælendur í þessum þætti í tilefni þess að Druslugangan verður farin í Reykjavík laugardaginn 24. júlí nk. Fyrirmynd viðburðarins er erlend, þar sem fyrsta druslugangan eða Slut Walk, var farin í Toronto í Kanada árið 2011 eftir að lögreglustjórinn þar í borg sagði að „konur ættu ekki að klæða sig eins og druslur ef þær vildu ekki verða fyrir kynferðisofbeldi“. Druslugangan er því mótmæli gegn menningu sem nærir ofbeldi og því viðhorfi að það sé þolendum ofbeldis um að kenna að verða fyrir ofbeldi. Einnig er gangan, allavega á Íslandi, samstöðuviðburður með þolendum ofbeldis. Í ár verður sérstök áhersla á valdaójafnvægi og jaðarsetta einstaklinga sem vegna stöðu sinnar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir ofbeldi og hafa síður rödd til að tjá sig um það eða ná fram réttlæti. Druslugangan, kynferðisofbeldi, berskjölduð staða kvenna í vímuefnaneyslu gagnvart ofbeldi, meiðandi viðhorf, fordómar, andspyrna og byltingar eru umfjöllunarefni 41. hlaðvarpsþáttar Karlmennskunnar. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Intro/outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli Þátturinn er í boði Macland, Veganbúðarinnar og The Body Shop.

karlmennskan

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125