Tuesday Jan 11, 2022

#69 Að vera drull, menga og kvæsa - Gyða Margrét Pétursdóttir

Gyða Margrét Pétursdóttir prófessor í kynjafræði í Háskóla Íslands rýnir í, skýrir og setur í samhengi vatnaskilin sem hafa átt sér stað undanfarna daga í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og tilkalli karla til líkama kvenna. Afleiðing áratuga baráttu kvenna gegn nauðgunarmenningu, feðraveldi og þolendaskömm en vatnaskilin má skammlaust tileinka frásögn Vítalíu í hlaðvarpsþættinum Eigin konur með Eddu Falak. Gyða Margrét lýsir undrun og feginleik og segir í raun ótrúlegt hve hröð þróun hafi orðið í að losa um þolenda- og drusluskömm, afstöðu fyrirtækja og í umfjöllun fjölmiðla. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Músík: Mr. Silla - Naruto (án söngs) Þátturinn er í boði Veganbúðarinnar, The Body Shop, Dominos og bakhjarla Karlmennskunnar.

Comments (0)

To leave or reply to comments, please download free Podbean or

No Comments

karlmennskan

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125