Thursday Feb 17, 2022
#74 „Er ekki eitthvað beef á milli ykkar?“ - Guðrún Ýr Eyfjörð (GDRN)
GDRN eða Guðrún Ýr Eyfjörð tónlistarkona og leikkona virðist gædd einhverri náðargáfu. Hún semur texta, lög, spilar á fiðlu og píanó og bar uppi heila þáttaseríu í frumraun sinni sem leikkona. Við spjöllum um fjárhagsleg áhrif covid á tónlistarfólk, Kötlu ævintýrið og að verða skyndilega burðarstykki í Netflix seríu, fullkomnunaráráttuna og sjálfsvinnuna, konur í tónlist og þá tilhneigingu fólks að etja GDRN og Bríet upp á móti hvor annarri. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs) Þátturinn er í boði Veganbúðarinnar, Dominos, The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.