Friday Mar 04, 2022
#77 „Fljót að droppa prinsippum fyrir rétta hópinn“ - Andrés Ingi Jónsson og Sema Erla Serdar
Fátt annað er fjallað um í fjölmiðlum hérlendis og útum allan heim þessa dagana en innrás Rússa í Úkraínu. Hafa nánast allar þjóðir heimsins fordæmt aðgerðir Rússa og virðast þeir algjörlega einangraðir í sjálftitlaðri „friðargæslu sinni” og frelsun Úkraínsku þjóðarinnar en milljón manns hafa flúið heimili sín frá Úkraínu og er búist við að milljónir muni flýja í viðbót. Andrés Ingi Jónsson alþingismaður og hernaðarandstæðingur og Sema Erla Serdar stofnandi Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi setja þessa atburði í samhengi við málefni fólks á flótta, rasismann sem haldið er á lofti af ráðafólki á Íslandi og víðar og hvaða þýðingu stríðsrekstur Rússa hefur eða gæti haft á Íslandi. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson / Tónlist: Mr. Silla - Naruto Viðmælendur: Andrés Ingi Jónsson alþingismaður og hernaðarandstæðingur og Sema Erla Serdar stofnandi Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi Þátturinn er í boði Veganbúðarinnar, Dominos, The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja)
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.