Thursday Apr 14, 2022

#86 „Samfélag án aðgreiningar er ekki til“ - Leifur Leifsson

Leifur Leifsson er aflraunamaður, crossfittari, fyrrverandi uppistandari og ræðumaður og starfsmaður í þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Leifur varpar ljósi á ráðandi karlmennskuhugmyndir út frá sínum reynsluheimi sem einstaklingur með hreyfihömlun sem notast við hjólastól. Á afskaplega kómískan hátt dregur Leifur fram krítískt sjónarhorn á able-ískt samfélagið, stéttaskiptingu innan hreyfihamlaðra einstaklinga, fordóma og staðalmyndir fólks gagnvart hreyfihömluðum. Hann telur skóla án aðgreiningar ekki vera til, ekki frekar en samfélag án aðgreiningar og finnst öll sértæku úrræðin sem hugsuð séu einkum og sérstaklega fyrir einstaklinga með fötlun minna óþægilega á aðskilnaðarstefnu. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson. Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs). Þátturinn er í boði: Dominos, Veganbúðarinnar, The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar.

Comments (0)

To leave or reply to comments, please download free Podbean or

No Comments

karlmennskan

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125