Tuesday May 10, 2022

#90 „Samt var ég rosa skotinn í henni“ - Guðmundur Arnar Guðmundsson

Guðmundur Arnar Guðmundsson er handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndanna Hjartasteinn og Berdreymi. Í þessu spjalli notum við Berdreymi og æsku Guðmundar, sem er fóður handrits Berdreymis, til að kryfja karlmennsku, karlmennskuhugmyndir, vináttu stráka, kvenfyrirlitningu og hírarkíu milli stráka. Við veltum fyrir okkur hvað þurfi til að skapa jákvæðari karlmennsku, mikilvægi stuðnings í skólakerfinu og hvort félagsmiðstöðvastarf ætti að efla til að ná utan um krakka sem eiga erfitt með að fóta sig. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs) Veganbúðin, Dominos og The Body Shop bjóða upp á þennan þátt ásamt bakhjörlum Karlmennskunnar.

Comments (0)

To leave or reply to comments, please download free Podbean or

No Comments

karlmennskan

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125