Karlmennskan

Karlmennskuhugmyndir og viðfangsefni sem hafa snertiflöt við karla, jafnrétti eða karlmennsku eru til umfjöllunar í þessu hlaðvarpi.

Listen on:

  • Apple Podcasts
  • Podbean App
  • Spotify
  • Amazon Music
  • PlayerFM
  • Samsung
  • Podchaser

Episodes

Wednesday Dec 14, 2022

Gísli Marteinn Baldursson fyrrverandi borgarfulltrúi og þáttastjórnandi vinsælasta skemmtiþáttar landsins, Vikan með Gísla Marteini, var kallaður til viðtals til að létta aðeins á efnistökum hlaðvarpsins í aðdraganda jólanna. Reyndar slysaðist ég aðeins til að kveikja á borgar- og skipulagsmála Marteini en þaðan leiðumst við í umræðu um veganisma, femínisma, byltingar, meint hlutleysi í þögninni, vináttu og hvernig forréttindafullur kallavinahópur á sextugsaldri vinnur úr kröfum samtímans. Kannski ekkert brjálæðislegt léttmeti, en Gísli Marteinn var allavega í jólaskapi. Það er eitthvað.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.

Thursday Dec 08, 2022

Helga Braga Jónsdóttir er leikona og grínisti, leiðsögumaður, flugfreyja, magadansfrumkvöðull og kvenuppistandsfrumkvöðull. Helga Braga hefur skapað ódauðlega karaktera og skrifað og leikið í ódauðlegum senum t.d. með Fóstbræðrum. Auk þess hefur Helga auðvitað leikið í fjölmorgum þáttum, bíómyndum, áramótaskaupum og fleiru.
Við spjöllum um grínið, hvernig og hvort það hefur breyst, kryfjum nokkrar senur úr Fóstbræðrum og förum inn á persónulegri svið þegar talið berst að byltingum undanfarinna ára og mánaða.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, Anamma og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.

Friday Nov 25, 2022

Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna 78 og frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar er fyrir öll ungmenni á aldrinum 10-17 ára sem eru hinsegin eða tengja við hinsegin málefni á einn eða annan hátt. Markmið starfseminnar er að vinna mark­visst að því að bæta lýð­heilsu hinsegin barna, unglinga og ungmenna og vinna gegn for­dóm­um, mis­munun og ein­elti sem bein­ist gegn hinsegin börnum í skóla og frí­stunda­starf­i.
Hrefna Þórarinsdóttir forstöðukona félagsmiðstöðvarinnar og Andreas Tinni og Nóam Óli sem eru 17 ára og hafa tekið virkan þátt í starfinu frá 13 ára aldri segja okkur frá reynslu sinni og upplifun, veita innsýn í reynsluheim hinsegin barna og ungmenna og hvaða þýðingu hinsegin félagsmiðstöðin hefur fyrir þá.
Hrefna lýsir sínum innri átökum við að taka að sér starf forstöðukonu félagsmiðstöðvarinnar og hvernig mætingin fór úr 10-15 börnum í 120 á hverja opnun. Þrátt fyrir blómlegt starf þá telja Tinni og Nóam að unglingar í dag séu jafnvel fordómafyllri en ungmenni og rekja það til áhrifa samfélagsmiðla og bakslags í baráttu hinsegin fólks.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, Anamma og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.

Wednesday Nov 09, 2022

Sjö leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta voru sagðir hafa beitt eða kærðir fyrir heimilisofbeldi eða kynferðisofbeldi haustið 2021. Öll sem stigu fram voru konur og sögðust gera það innblásnar af metoo byltingunum. Mál sem hreyfði við íslensku samfélagi og leiddi m.a. til þess að formaður KSÍ og öll stjórn sagði af sér.
Valur Páll Eiríksson, íþróttafrettamaður, skrifaði meistararitgerð í íþróttasiðfræði frá háskólanum í Lueven í Belgíu, um málefni KSÍ í ritgerð sem heitir „The Viking-clap silenced - An ethical evaluation of the Icelandic football scandal” þar sem markmiðið var, í gegnum heimilda- og gagnarannsókn, að greina málið siðferðislega. Rekur hann þar áhættuþætti í umhverfi atvinnufótboltamanna, hvernig árangur innan vallar getur trompað almennt siðferði, karllægni og kvenfjandsamleg viðhorf innan fótboltans, skort á viðbragðsáætlunum innan KSÍ og slakra stjórnunarhátta sem mikilvægt sé að draga lærdóm af.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, Anamma og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.

Friday Oct 21, 2022

Sema Erla Serdaroglu er stjórnmálafræðingur, tómstunda- og félagsmálafræðingur og evrópufræðingur, aðjúnkt á menntavísindasviði við Háskóla Íslands og aktívisti gegn útlendingaandúð og þjóðernis- og öfgahyggju. Sema hefur rannsakað öfgahyggju meðal ungs fólks en meistararannsókn hennar ber heitið „Ofbeldisfull öfgahyggja og ungt fólk : staða þekkingar og mikilvægi forvarna”.
Sema setur meinta hryðjuverkaógn í samhengi við hatursorðræðu og aukna andúð gegn sumum hópum samfélagsins, bendir á hvernig öfgahyggja er kynjaður vandi, lýsir ferlinu sem getur átt sér stað til þess að einstaklingar geti verið tilbúnir til að beita hryðjuverkum eða fremja hatursglæp og hvað þarf að eiga sér stað til að vinna gegn slíkri þróun.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, Anamma og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.

Wednesday Oct 05, 2022

Dagur Hjartarson er kennari og rithöfundur sem hefur meðal annars fengið hin virtu bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og Ljóðstaf Jóns úr Vör. Þá hefur Dagur einnig verið tilnefndur til bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins og er einn af þeim útvöldu sem hafa fengið listamannalaun til að sinna ritstörfunum.
Við Dagur ræddum um fyrirmyndir ungra drengja, hvað þurfi til svo skáld og rithöfundar taki við af fótbolta- og poppstjörnum sem fyrirmyndir, fjarveru drengja og karla í umræðu um samfélagslega knýjandi málefni, karlmennsku, karlrembu, prumpulykt og listina.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Þáttur tekinn upp 6. september 2022.
Þátturinn er í boði:
Veganbúðin
Anamma
Bakhjarlar Karlmennskunnar

Wednesday Sep 21, 2022

Kaupendur vændis eru duldir og í raun fjarverandi í umræðu um vændi og kynlífsvinnu. Átökin í orðræðu hafa að mestu hverfst um hugtök og nálganir er snýr að löggjöf í kringum vændi eða kynlífsvinnu og þá borin uppi af fólki sem almennt er sammála um að samfélagsgerð lituð af feðraveldi, karllægni, misskiptingu og fátækt geti ekki talist gott samfélag.
Í þessum þætti leitast ég hinsvegar við að varpa ljósi á viðhorf kaupenda vændis eða kynlífsþjónustu og þá sérstaklega hvernig virðing kaupenda fyrir þeim sem þeir kaupa „þjónustuna“ af birtist í orðræðu þeirra. Leitast ég við að teikna upp á viðtal við einn kaupanda vændis og set hans frásögn í stærra samhengi, ýmist við aðra kaupendur vændis og samfélagsgerðina.
Niðurstaðan í stuttu máli er sú að löggjöfin er ekki fráhrindandi fyrir kaupendur vændis heldur gera kaupin jafnvel meira spennandi. Kaupendur telja aðstæður, vilja og tilfinningar kvenna, jafnvel þótt þær virðast þolendur mansals, ekki koma sér við og í orðræðu þeirra má finna stæka kvenfyrirlitningu og hlutgervingu. Þeir telja vændi vera þjónustu sem þeir gera tilkall til, algjörlega óháð aðstæðum eða afleiðingum á seljendur.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarson
Veganbúðin, Anamma og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.

Thursday Sep 15, 2022

Bjarki Þór Grönfeldt er doktorsnemi í stjórnmálasálfræði við Háskólann í Kent á Englandi en hann mun í haust skila doktorsritgerð sinni um sjálfhverfu, eða narsissisma, í hópum. Bjarki hlaut á dögunum Roberta Sigel verðlaun Alþjóðasamtaka stjórnmálasálfræðinga fyrir bestu vísindagreinina skrifaða af ungum fræðimanni. Greinin bar nafnið „A Small Price to Pay: National Narcissism Predicts Readiness to Sacrifice In-Group Members to Defend the In-Group’s Image”. Þar kom meðal annars í ljós að þeir Bandaríkjamenn sem eru narsissískir um sína þjóðarímynd voru tilbúnir til þess að fórna samborgurum sínum í COVID faraldrinum til þess að láta þjóðina líta betur út í samanburði við aðra, til dæmis með því að hætta að skima fyrir COVID. Við Bjarki ræddum doktorsrannsóknina hans um félagslegan narsisisma og incel, Jordan Peterson, sexisma, dulinn sexisma, þjóðernishyggju og föðurlandsást, svo fátt eitt sé nefnt.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, Anamma og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.

Friday Sep 02, 2022

Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir er framkvæmdastjóri, meðeigandi og meðstofnandi Veganmatar sem rekur Veganbúðina og Jömm. Hún er brautryðjandi í veganisma á Íslandi og reyndar á heimsvísu því Veganbúðin í Skeifunni er stærsta veganbúð í heiminum. En Sæunn hefur auk þess komið að stofnun Samtaka grænmetisæta á Íslandi, verið vegan í 10 ár og er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og löggiltur verðbréfamiðlari. Sæunn hefur þó lýst því að hún stundi andkapítalískan og femíniskan rekstur og með það markmið að gera heiminn betri (og meira vegan) og kallar sig bissnessaktívista.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, ANAMMA vegan valkostur fyrir þau sem vilja minnka kjötneyslu og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða þér upp á þennan þátt.

Friday Aug 12, 2022

Brautryðjandinn, poppgoðið, homminn og hin ögrandi þjóðargersemi Páll Óskar Hjálmtýsson er heiðursgestur 100. hlaðvarpsþáttar Karlmennskunnar. Við kryfjum karlmennskuna og kvenleikann, leikritið sem kynhlutverkin og karlmennskan er, skápasöguna og kolröngu viðbrögð foreldra Palla, karlrembur, andspyrnuna og bakslag í baráttu hinsegin fólks.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, Dominos og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóðar upp á þennan þátt.

Thursday Jul 28, 2022

Lárus Logi Elentínusson hefur verið að glíma við þunglyndi og sjálfsvígshugsanir frá því hann var unglingur. Lárus sem er 19 ára gamall, og þekktur sem Eldgosi á TikTok, deildi því með fylgjendum sínum að hann hefði gert sjálfsvígstilraun fyrir tæpum tveimur árum. Í einhverja mánuði voru viðbrögð fólks á TikTok, commentin og rauðu búbblurnar það sem hélt í honum lífinu. Lárus er ekki laus við vanlíðanina en með hjálp sálfræðings, þunglyndislyfja og því að tala opinskátt um líðan sína segist hann geta tekist betur á við erfiðar tilfinningar og hugsanir.
Lárus lýsir reynslu sinni að hafa glímt við þunglyndi, án þess að vita það, frá því í 6. bekk og hvernig það er að burðast með tilgangsleysi og vonleysi og upplifa sig sem „ónýta vöru sem mætti farga“. Hann segist hafa lært að hann þurfi ekki og það sé alls ekki sniðugt að burðast einn með vanlíðan, það sé alltaf einhver tilbúinn til að hjálpa.
Í þessum þætti er talað um þunglyndi, sjálfsskaða og sjálfvígshugsanir. Ef þú þekkir slíkt af eigin raun bendi ég á símanumerið 1717 og 1717.is sem er opið allan sólarhringinn, Píeta samtökin, Bergið (fyrir ungt fólk til 25 ára) og sálfræðinga víða um land.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, Dominos og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.

Thursday Jul 14, 2022

Venjulegar konur, vændi á Íslandi heitir nýlega útkomin bók eftir Brynhildi Björnsdóttur þar sem sex íslenskar konur lýsa sárri reynslu sinni af því að hafa verið í vændi. Í bókinni er auk þess fjallað um hugmyndafræðileg átök í tengslum við lagasetningar en kastljósinu er ekki síður beint að kaupendum, þeim sem bera uppi eftirspurnina sem er í langmestum meirihluta karlmenn.
Frumkvæðið að bókinni á Eva Dís Þórðardóttir sem hefur áður stigið fram og lýst reynslu sinni sem þolandi vændis. Eva og Brynhildur vilja vekja athygli á stöðu þolenda vændis með þá von að leiðarljósi að styðja þau sem vilja komast út úr vændi. Þá vilja þau einnig höfða til prufaranna, en þær segja að karlar sem prufa í 1-3 skipti beri uppi megin eftirspurnina eftir vændi.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Dominos og Veganbúðin ásamt bakhjörlum Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.

Thursday Jul 14, 2022

Rauða Regnhlífin er hagsmunasamtök sem berst fyrir öryggi og réttindum fólks í kynlífsvinnu á Íslandi. Þau styðja skaðaminnkun og vilja binda enda á fordóma gegn fólki sem selur kynlífsþjónustu.
Logn starfaði við kynlífsþjónustu í 3 til 4 ár en Renata bryjaði að strippa meðfram skólagöngu sinni í Berlín áður en hún fór svo að notast við Onlyfans, sem hún starfar við í dag. Logn og Renata vilja afglæpavæða kynlífsþjónustu og telja að kynlífsverkafólk búi við samfélagslega smánun og séu berskjaldaðar fyrir ofbeldi undir núverandi löggjöf. Telja þau ekki gerðan greinarmun á kynlífsþjónustu og síðan kynferðisofbeldi, og telja stjórnvöld hafa meiri áhuga á að stöðva kúnna heldur en þá sem beita kynlífsverkafólk ofbeldi.
Renata og Logn útskýra sjónarmið Rauðu reghlífarinnar, hver munurinn er á núverandi löggjöf, afglæpavæðingu og lögleiðingu kynlífsþjónustu, hvers vegna þau nota hugtökin kynlífsþjónusta en ekki vændi og hvaða máli það skiptir kynlífsverkafólk að öðlast aðgengi að stéttarfélögum og almennum vinnuréttindum.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Dominos og Veganbúðin ásamt bakhjörlum Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.

Monday Jun 27, 2022

„Það er erfitt fyrir mig að kjarna gagnrýni á Jordan Peterson því hún er marglaga en ef ég ætti að gera það þá er það vanhæfni hans til að setja sig í spor jaðarsettra hópa eða kvenna.“ segir Unnur Gísladóttir mannfræðingur og framhaldsskólakennari. Unnur hefur lesið allar bækur Jordan Peterson og líklega innbyrt meira magn af efni eftir hann heldur en margur aðdáandinn. Unnur er hins vegar lítill aðdáandi og færir okkur gagnrýni sína þar sem hún varpar femínísku ljósi á málflutning Jordan Peterson.
Fyrir þau sem ekki kannast við manninn þá er hann afar umdeildur prófessor í sálfræði sem virðist ná sérstaklega vel til karlmanna og er vinsæll fyrirlesari um heim allan og kom m.a. fram í Háskólabíó um liðna helgi.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Þátturinn er í boði bakhjarla Karlmennskunnar, Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop.

Wednesday Jun 15, 2022

Sigrún Sif Jóelsdottir er með meistarargráðu í sálfræði og starfar við rannsóknir í Háskóla Íslands og Gabríela Bryndís Ernudóttir sjálfstætt starfandi sálfræðingur eru forsvarskonur Lífs án ofbeldis. Líf án ofbeldis er „baráttusamtök mæðra og uppkominna barna sem krefjast þess að börn séu vernduð gegn ofbeldi í umgengnis- og forsjármálum.” Gabríela og Sigrún Sif eru þolendur ofbeldis og þekkja þessi mál af eigin reynslu. Gabríela sem barn í kjölfar skilnaðar sem var þvinguð í umgengni og Sigrún Sif er þolandi heimilisofbeldis sem barn og fullorðin. Báðar upplifðu að yfirvöld hafi brugðist þeim og telja þær að kerfið sé gallað og verndi ekki börn fyrir ofbeldi.
Við ræðum ítarlega sjónarmið Lífs án ofbeldis út frá uppákomu á Barnaspítala Hringsins þar sem aðför var gerð að barni í lyfjagjöf, það fjarlægt úr höndum móður með aðkomu lögfræðingi föður, sýslumanni, lögreglu og barnavernd, gegn vilja barnsins. Markmiðið, að sögn Sigrúnar og Gabríelu, til að uppfylla umgengnisrétt föður, þrátt fyrir sögu um ofbeldi, en ekki vegna slælegs aðbúnaðar barns hjá móður.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Þátturinn er í boði Veganbúðarinnar, Dominos, The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar.

Thursday Jun 02, 2022

„Ástandsárin“ hefur tíminn verið kallaður í sögubókunum okkar þegar Bretar hernámu Ísland í seinni heimsstyrjöldinni. Færri kannast þó kannski við að íslensk stjórvöld ofsóttu ungar konur, sviptu þær sjálfræði með því að hækka sjálfræðisaldur úr 16 ár í 20 ár til þess að geta dæmt þær í fangelsi fyrir að eiga í samskiptum við hermenn. Landlæknir, forsætisráðherra, Alþingi, lögreglan, fjölmiðlar og almenningur tóku þátt í einum mestu persónunjósnum sem fram hafa farið á Íslandi til þess að ná tökum á þeim „saurlifnaði“ að íslenskar konur sýndu breskum hermönnum áhuga. Tímabil sem aldrei hefur verið gert upp af íslenskum stjórnvöldum.
Alma Ómarsdóttir gerði heimildamyndina Stúlkurnar að Kleppjárnsreykjum um þennan tíma, sem vægast sagt er smánarblettur í sögu Íslands. Alma fer yfir hverskonar aðfarir áttu sér stað, hvernig njósnað var um íslenskar stúlkur, þær sendar í fangelsi eða upptökuheimili, smánaðar, útskúfaðar og lokaðar í gluggalausum rýmum svo dögum skipti. Allt með samþykki yfirvalda og stutt af almenningi og fjölmiðlum.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, The Body Shop, Dominos og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.

Friday May 27, 2022

Bjarni Snæbjörnsson er leikari hjá Þjóðleikhúsinu og í þessu spjalli kryfjum við sjálfsævisögulega heimildasöngleikinn hans „Góðan daginn, faggi“ sem sýndur er í Þjóðleikhúskjallaranum. Við ræðum ferlið við sýninguna, viðbrögðin sem hafa verið vægast sagt áhrifamikil, sársaukann og gleðina, samkennd og skilningsleysi, gagnkynhneigðarhyggju, transfóbíu og kvenfyrirlitningu sem sameinast oft í samfélagslegri homofóbíu eða gagnkynhneigðarhyggju. Bjarni segir að sá tími sé liðinn sem karlar fái að segja sögur kvenna, alveg eins og sá tími er liðinn þar sem gagnkynhneigðir fái að segja sögur hinsegin fólks, hinsegin fólk þarf að fá rými til að gera það sjálft.
Umsjón: Þosteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
The Body Shop, Veganbúðin, Dominos og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.

#92 Konur í karlastörfum

Wednesday May 18, 2022

Wednesday May 18, 2022

Hver er reynsla kvenna af karlastörfum? Í þessum þætti er varpað ljósi á reynslu 13 kvenna sem eiga það sameiginlegt að hafað starfað á vettvangi þar sem karlar eru í meirihluta eða starfsvettvangi sem telst karllægur. Þótt nokkuð fari fyrir átökum og hvatningu til kvenna að sækja í karlastörf þá eiga flestar, ef ekki allar, þessar konur sameiginlegt að hafa einfaldlega áhuga og löngun til að starfa á sínu sviði.
Viðmótið og menningin sem flestar lýsa er þó vægast sagt fjandsamlegt sem litað er af fordómum, öráreiti, kynhyggju, smánun, hlutgervingu með þeim afleiðingum að flestar töldu sig þurfa að sanna sig, harka af sér, aðlaga sig en sumar þeirra hafa brunnið út. Þurft að hætta störfum eða einfaldlega misst allan áhuga eftir reynslu sína.
Þessi þáttur er sérstaklaga fyrir karla sem starfa á karllægum vinnustöðum, stjórnendur þeirra og öll sem hafa áhuga á að uppræta kynhyggju (sexisma) og inngróna karllægni, sem er að finna víða.
Viðmælendur:
2:49 Dagný Lind lagerstarfsmaður
10:15 Guðrún Margrét bílasali
16:50 Þórunn Anna bifvélavirki
23:50 Helga Dögg grafískur hönnuður
29:36 Hólmfríður Rut markaðs- og samskiptafræðingur
35:20 Sara Ísabel einkaflugmannsnám
41:45 Sigga Svala doktor í gagnaverkfræði
46:30 Ingunn verkfræðingur
54:09 Aníta Þula rennismiður
1:00:18 Fjóla Dís bifvélavirki
1:08:36 Helga Rós verslun fyrir iðnaðarmenn
1:23:47 Natalía rafvirkjanemi
1:27:40 Sædís Guðný viðskiptafræðingur í hugbúnaðargeira
1:31:57 Niðurlag
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, Dominos, The Body Shop og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.

Thursday May 12, 2022

„Konur skulda okkur kynlíf - Kvenhatur einhleypra karlmanna á netinu“ er heiti á B.A. ritgerð í félagfræði eftir Arnór Stein Ívarsson þar sem samtöl meðlima INCEL (hópur karla sem upplifa sig svipta rétti sínum ti kynlífs með konum) voru orðræðugreind. Arnór fer yfir grunninn í hugmyndafræði INCEL, hvaðan þeir koma og hvert einkenni þessarar orðræðu er. Við tengjum hugmyndafræðina við þekkt stef í íslensku samfélagi, svo sem í commentakerfum, spjallsvæðum og á Alþingi Íslendinga. Í grunninn snýr INCEL hugmyndafræðin að því að frelsi kvenna sé ein helsta ógn við siðað samfélag og því þurfi að ná yfir þeim völdum.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
The Body Shop, Dominos, Veganbúðin og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.

Tuesday May 10, 2022

Guðmundur Arnar Guðmundsson er handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndanna Hjartasteinn og Berdreymi. Í þessu spjalli notum við Berdreymi og æsku Guðmundar, sem er fóður handrits Berdreymis, til að kryfja karlmennsku, karlmennskuhugmyndir, vináttu stráka, kvenfyrirlitningu og hírarkíu milli stráka. Við veltum fyrir okkur hvað þurfi til að skapa jákvæðari karlmennsku, mikilvægi stuðnings í skólakerfinu og hvort félagsmiðstöðvastarf ætti að efla til að ná utan um krakka sem eiga erfitt með að fóta sig.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, Dominos og The Body Shop bjóða upp á þennan þátt ásamt bakhjörlum Karlmennskunnar.

karlmennskan

Podcast Powered By Podbean

Version: 20240320