Karlmennskan

[ATH. Þú getur hlustað á vikulega þætti af Hjónvarpinu með áskrift á patreon.com/hjonvarpid] Karlmennskuhugmyndir og viðfangsefni sem hafa snertiflöt við karla, jafnrétti eða karlmennsku eru til umfjöllunar í þessu hlaðvarpi.

Listen on:

  • Apple Podcasts
  • Podbean App
  • Spotify
  • Amazon Music
  • PlayerFM
  • Podchaser

Episodes

Tuesday May 10, 2022

Guðmundur Arnar Guðmundsson er handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndanna Hjartasteinn og Berdreymi. Í þessu spjalli notum við Berdreymi og æsku Guðmundar, sem er fóður handrits Berdreymis, til að kryfja karlmennsku, karlmennskuhugmyndir, vináttu stráka, kvenfyrirlitningu og hírarkíu milli stráka. Við veltum fyrir okkur hvað þurfi til að skapa jákvæðari karlmennsku, mikilvægi stuðnings í skólakerfinu og hvort félagsmiðstöðvastarf ætti að efla til að ná utan um krakka sem eiga erfitt með að fóta sig.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, Dominos og The Body Shop bjóða upp á þennan þátt ásamt bakhjörlum Karlmennskunnar.

Wednesday May 04, 2022

Lenya Rún Taha Karim er fimmti yngsti varaþingmaður í sögu Íslands og hefur verið nokkuð áberandi undanfarna mánuði eða frá því hún var kosin inn á þing en datt svo út eftir talningaklúður. Lenya á kúrdíska foreldra og hefur vegna þess og húðlitar síns fengið að upplifa fordóma, þjóðernishyggju og andúð á eigin skinni.
Við ræðum þó ekki bara rasisma heldur einnig stéttaskiptingu, pólitíkina, mikilvægi samtals milli grasrótar, aktívista og stjórnmála, kúrdíska blóðið og kröfuna sem Lenya hefur upplifað að þurfa að velja á milli hvaða hluta hún megi gangast við í sjálfri sér. Af hverju hún geti ekki fengið að vera bæði íslensk og kúrdísk og útensk og hinsegin. Eitthvað sem, að hennar sögn, hávær minnihluti þjóðarinnar elskar að hata.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
The Body Shop, Dominos, Veganbúðin og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.

Wednesday Apr 27, 2022

„Við erum komnar með nóg af ofbeldi sem fjórða valdið hefur verið að beita konur, þá sérstaklega aktívista og þolendur.“ segja Öfga-konurnar Þórhildur Gyða og Hulda Hrund í spjalli um ástæður þess að hópurinn ákvað að rita pistlaröð og beindi spjótum sínum m.a. að fjölmiðlum. Við spjöllum almennt um baráttuna, stöðuna, áhuga erlendra fjölmiðla á hópnum Öfgar, aðferðafræði og oddaflug, árangurinn sem hefur sést á sl. mánuðum eftir áratuga baráttu gegn þolendaskömmun og meðvirkni, yfirlætisfullar alhæfingar sumra karla um leiðir fyrir brotaþola að heilun og hvort gerendur séu að fara að taka frásagnarvaldið strax aftur til sín.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs) Þáttur í boði Veganbúðarinnar, The Body Shop, Dominos og bakhjarla Karlmennskunnar.

Friday Apr 22, 2022

Viðtal við tónlistarmanninn Auður í Íslandi í dag 12. apríl sl. er ákveðið leiðarstef í þessum þætti þar sem við leitumst við að svara því hvernig gerendur geti axlað ábyrgð á ofbeldi, einkum kynferðisofbeldi, og hvort tímabært sé að gerendur stígi fram líkt og Auðunn. Munu raddir gerenda yfirgnæfa frásagnir þolenda og hannúðin yfirtaka umræðuna? Er tímabært að hlusta á gerendur?
Hildur Fjóla Antonsdóttir er doktor í réttarfélagsfræði og hefur rannskað réttlæti í hugum brotaþola kynferðisofbeldis og vann meðal annars skýrslu fyrir dómsmálaráðherra um úrbætur í réttarkerfinu. Við notum viðtal Auðunns sem leiðarstef í að ræða almennt um réttlæti þolenda, leiðir til réttlætis og mögulegar leiðir gerenda til að axla ábyrgð.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, The Body Shop, Dominos og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á hlaðvarpið Karlmennskan.

Thursday Apr 14, 2022

Leifur Leifsson er aflraunamaður, crossfittari, fyrrverandi uppistandari og ræðumaður og starfsmaður í þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Leifur varpar ljósi á ráðandi karlmennskuhugmyndir út frá sínum reynsluheimi sem einstaklingur með hreyfihömlun sem notast við hjólastól. Á afskaplega kómískan hátt dregur Leifur fram krítískt sjónarhorn á able-ískt samfélagið, stéttaskiptingu innan hreyfihamlaðra einstaklinga, fordóma og staðalmyndir fólks gagnvart hreyfihömluðum. Hann telur skóla án aðgreiningar ekki vera til, ekki frekar en samfélag án aðgreiningar og finnst öll sértæku úrræðin sem hugsuð séu einkum og sérstaklega fyrir einstaklinga með fötlun minna óþægilega á aðskilnaðarstefnu.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson. Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs). Þátturinn er í boði: Dominos, Veganbúðarinnar, The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar.

Thursday Apr 07, 2022

Bubbi Morthens hefur sannarlega sveiflast með tíðaranda okkar samfélags fram og aftur, verið gagnrýndur fyrir tækifærismennsku og fyrir að sýna af sér karlrembu en er einn af fáum sem þó gengst oft við því þegar hann ruglast, sem myndi teljast gott fordæmi um jákvæða karlmennsku. Bubbi segist þó upplifa sig oft sem utangátta, utanvelta og steingert tröll enda alinn upp, að eigin sögn, í eitraðri karlmennsku og kvennakúgun. Við förum yfir sjálfsvinnuna, kynferðisofbeldið sem Bubbi varð fyrir 14 ára gamall, afleiðingar þess, úrvinnslu og leiðina til sáttar. Tölum um klám og hvernig Bubba tókst að afklámvæða sig, tölum um kynlíf og nánd, karlmennsku og hvað þurfi til svo að karlar axli ábyrgð á hegðun sinni og viðhorfum að mati Bubba.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
[Þáttur tekinn upp 25. mars 2022.]
Veganbúðin, The Body Shop, Dominos og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á hlaðvarpið Karlmennskan.

Thursday Mar 31, 2022

Aldís Amah Hamilton er leikkona og handritshöfundur sem meðal annars lék aðalhlutverkið og skrifaði þættina Svörtu sandar. Þá lék Aldís Amah einnig stórt hlutverk í netflix seríunum Katla og Brot eða The Valhalla Murders. Við tölum aðeins um veganisma og hvenær einhver er nógu vegan til að vera vegan, tækifæri og aldursfordóma, hvenær kona hættir að vera efnileg og verður öf gömul, tölum um líkamsímynd og fitufordóma, hvernig það er að leika í nándar og nektarsenum og hvernig samfélagsgerðin mótar hugsun manns og viðhorf.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Þátturinn er í boði Dominos, Veganbúðarinnar, The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar.

Monday Mar 28, 2022

Dominos, Veganbúðin, The Body Shop og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
Gísli Kort Kristófersson er sérfræðingur í geðhjúkrun á sjúkrahúsinu á Akureyri og dósent við Háskólann á Akureyri. Gísli fór af járnsmíðaverkstæði í vinnu á hjúkrunarheimili og hefur ekki litið til baka síðan eða í 23 ár. Í dag kennir Gísli við háskólann á Akureyri, stundar rannsóknir og sinnir auk þess meðferðastarfi, einkum með körlum sem glíma við geðrænar áskoranir.
Við spjöllum um geðrænar áskoranir, karlmennsku og hvernig það getur verið bylltingakennd uppgötvun fyrir karla að það að setja tilfinningar sínar í orð geti bætt líðan þeirra. Við ræðum djúpstæða kvenfyrirlitningu sem birtist í gildismati og viðhorfum til hefðbundinna kvennastarfa, reifum ástæður þess að karlar sækja ekki í hjúkrunarfræðina og hve mikilvægt er að sýna auðmýkt fyrir því sem maður ekki veit í ört breytandi heimi.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist. Mr. Silla - Naruto (án söngs)

Monday Mar 14, 2022

Tómas Kristjánsson sálfræðingur útskýrir þunglyndi, sjálfsvígshugsanir og leiðir til að vinna úr erfiðum tilfinningum. Ef þú finnur þig vonlausan er vert að leita sér aðstoðar t.d. í símanumerinu 1717 og 1717.is sem er opið allan sólahringinn, hjá Píeta samtökunum, Berginu (fyrir ungt fólk til 25 ára), hjá sálfræðingum víða um land en mikilvægast er að segja einhverjum sem þú treystir að þér líði illa. „Stundum segist fólk vera þunglynt en er í raun að vísa til depurðar. En þunglyndi er röskun, vissulega er depurð og leiði einkennandi í þeirri röskun. Þunglyndi snýst um miklu meira og hefur áhrif á hegðun, líkamleg einkenni og er sambland af vítahringjum sem halda okkur föstum.“
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Átakið jákvæð karlmennska er fjármagnað af VÍS, BSRB, Íslandsbanka, forsætisráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu.

Monday Mar 14, 2022

Hulda Tölgyes sálfræðingur og ein af höfundum átaksins um jákvæða karlmennsku útskýrir áföll, afleiðingar áfalla, birtingamyndir og leiðir til úrvinnslu á áföllum.
„Karlar og drengir í okkar samfélagi hafa ekki sama rými til þess að tala um og læra á tilfinningar sínar eins og stúlkur og konur. Ekki vegna þess hvernig þeir fæðast heldur vegna þess hvernig samfélagið er. Þeir leita sér síður aðstoðar og að vera litlir í sér, daprir eða hræddir samræmist ekki karlmennskuímyndinni sem getur haft skaðleg áhrif.“
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Átakið jákvæð karlmennska er fjármagnað af VÍS, BSRB, Íslandsbanka, forsætisráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu.

Monday Mar 14, 2022

Henrietta Ósk Gunnarsdóttir sálfræðingur hjá fangelsismálastofnun fer yfir tilfinninguna reiði, hvers vegna við verðum reið og hvenær reiði er orðin of sterk svo hún veldur okkur og öðrum vandræðum. „Reiðin er í raun mjög góð, þetta er réttlætistilfinning. Við upplifum reiði þegar við finnum að brotið er á rétt okkar og hún getur verið mjög hjálpleg og þurfum á henni að halda. Gott dæmi er réttindabaráttur, þar er reiðin að kikka inn og hún er ákveðið drive sem við þurfum á að halda til að fara fram á við.“
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Átakið jákvæð karlmennska er fjármagnað af VÍS, BSRB, Íslandsbanka, forsætisráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu.

Monday Mar 14, 2022

Guðbrandur Árni Ísberg sálfræðingur fer yfir óþægilegu og oft erfiðu tilfinninguna skömm, hvers vegna við upplifum skömm og hvað má gera ef skömmin er yfirþyrmandi. „Þegar við upplifum að einhver gerir lítið úr okkur, lítilllækkar eða niðurlægir, þá er skömmin viðbragð við þeirri upplifun. Það er kallað ytri skömm. Innri skömm er þegar við upplifum að við göngum á einhver gildi sem eru okkur mikilvæg.“
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Átakið jákvæð karlmennska er fjármagnað af VÍS, BSRB, Íslandsbanka, forsætisráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu.

Thursday Mar 10, 2022

Bragi Páll Sigurðarson er rithöfundur og sjómaður, tveggja barna faðir, maki Bergþóru Snæbjörnsdóttir rithöfundar og sonur fyrrverandi þingmanns Miðflokksins. Bragi Páll gaf út bókina Arnaldur Indriðason deyr fyrir síðustu jól sem naut töluverðra vinsælda. Við ræddum samt ekkert um bækur, heldur um karlmennskuna á sjónum, klórdrekkandi samsæriskenningasinna, heimilisstörf og glímuna við að vera karlmaður í jafnréttissamfélagi, Bjarna Ben og Sjálfstæðisflokkinn og hvernig það er að eiga pabba sem var þingmaður fyrir Miðflokkinn.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson / Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs) / Viðmælandi: Bragi Páll Sigurðarson
Veganbúðin, The Body Shop, Dominos og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á hlaðvarpið Karlmennskan.

Friday Mar 04, 2022

Fátt annað er fjallað um í fjölmiðlum hérlendis og útum allan heim þessa dagana en innrás Rússa í Úkraínu. Hafa nánast allar þjóðir heimsins fordæmt aðgerðir Rússa og virðast þeir algjörlega einangraðir í sjálftitlaðri „friðargæslu sinni” og frelsun Úkraínsku þjóðarinnar en milljón manns hafa flúið heimili sín frá Úkraínu og er búist við að milljónir muni flýja í viðbót.
Andrés Ingi Jónsson alþingismaður og hernaðarandstæðingur og Sema Erla Serdar stofnandi Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi setja þessa atburði í samhengi við málefni fólks á flótta, rasismann sem haldið er á lofti af ráðafólki á Íslandi og víðar og hvaða þýðingu stríðsrekstur Rússa hefur eða gæti haft á Íslandi.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson / Tónlist: Mr. Silla - Naruto
Viðmælendur: Andrés Ingi Jónsson alþingismaður og hernaðarandstæðingur og Sema Erla Serdar stofnandi Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi
Þátturinn er í boði Veganbúðarinnar, Dominos, The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja)

Thursday Feb 24, 2022

Jafet Sigfinnsson hefur heldur betur fengið að finna fyrir lífinu og upplifað röð áfalla sem hann hefur deilt með fylgjendum sínum á Twitter. Þar hefur hann sagt frá því þegar hann var staddur á æskuheimili sínu á Seyðisfirði þegar hann lenti í miðri aurskriðu, þeirri stærstu sem fallið hefur á þéttbýli á Íslandi. Jafet hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi og stafrænu einelti þegar trúnaðarsamtali var dreift um allan menntaskólann sem hann var í og hefur Jafet tjáð sig um þetta á einlægan hátt á Twitter.
Þetta er eitt magnaðasta viðtal sem ég hef tekið því Jafet er svo einlægur, opinn og kemur vel frá sér hverskonar áhrif það hefur að upplifa endurtekin áföll. Í ofanálag varpar Jafet svo sterku ljósi á áhrif staðalmynda, gagnkynhneigðarhyggju, fordóma og rótgróinna karlmennskuhugmynda.
Þátturinn er í boði Veganbúðarinnar, The Body Shop, Dominos og bakhjarla Karlmennskunnar.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson / Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)

Monday Feb 21, 2022

Þolendur kynbundins ofbeldis eru meira en vettvangur glæps er yfirskrift átaks á vegum Stígamóta sem felst í að skora á dómsmálaráðherra að gera brotaþola að aðilum eigin máls, en ekki bara að vitnum. Átakið og ákall Stígamóta byggir á reynslu fimm kvenna af réttarkefinu - hvernig þær voru vitni að eigin ofbeldi og líkami þeirra þar með vettvangur glæps.
Í þessum þætti ræði ég við Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttir talskonu Stígamóta og Hafdísi Arnardóttur og Lindu Björg Guðmundsdóttur sem eru tvær af þeim fimm konum sem hafa lánað reynslu sína og andlit fyrir ákallið til dómsmálaráðherra.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, Bodyshop, Dominos og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á hlaðvarpið Karlmennskan.

Thursday Feb 17, 2022

GDRN eða Guðrún Ýr Eyfjörð tónlistarkona og leikkona virðist gædd einhverri náðargáfu. Hún semur texta, lög, spilar á fiðlu og píanó og bar uppi heila þáttaseríu í frumraun sinni sem leikkona. Við spjöllum um fjárhagsleg áhrif covid á tónlistarfólk, Kötlu ævintýrið og að verða skyndilega burðarstykki í Netflix seríu, fullkomnunaráráttuna og sjálfsvinnuna, konur í tónlist og þá tilhneigingu fólks að etja GDRN og Bríet upp á móti hvor annarri.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Þátturinn er í boði Veganbúðarinnar, Dominos, The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar.

Thursday Feb 10, 2022

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson hafa áratuga reynslu af blaðamennsku og eru stofnendur Stundarinnar. En Stundin var stofnuð árið 2015 af fyrrum fjölmiðlafólki hjá DV eftir „fjandsamlega yfirtöku á miðlinum vegna umfjallana“ eins og stendur á vef stundarinnar.
Fjölmiðlar, blaðamenn og ritstjórar fá reglulega yfir sig harða gagnrýni, ýmist frá valdafólki sem mislíkar umfjöllun þeirra eða frá valdalitlu fólki sem mislíkar skort á umfjöllun um tiltekin málefni. Þessa gagnrýni þekkja stofnendur Stundarinnar vel, enda hafa þau þurft að þola lögbann á umfjöllun sína og þurft reglulega að standa fyrir máli sínu fyrir dómstólum.
Markmið þessa þáttar er að öðlast innsýn í reynslu og störf stofnenda Stundarinnar, velta upp fyrirbærinu hlutleysi í fréttaumfjöllunum og valdi eða valdleysi fjölmiðla og blaðamanna.

Thursday Feb 03, 2022

Árni Matthíasson er síðmiðaldra hvítur karlmaður, fyrrverandi togarasjómaður, blaðamaður á Mogganum til 40 ára, varaformaður stjórnar Kvennaathvarfsins og femínisti sem hefur reglulega skrifað pistla um jafnréttismál. Við ræðum um það að vera femínískir gagnkynhneigðir hvítir ófatlaðir karlmenn, lífsverkefnið sem það er að aflæra innrædda fordóma og gagnlitlar karlmennskuhugmyndir ásamt ýmsu því skátengdu.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Þátturinn er í boði Veganbúðarinnar, Domino´s, The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar.

Friday Jan 21, 2022

Aukaþáttur með upptöku af Trúnó á vegum Veganúar í boði Landverndar, Saffran og Veganbúðarinnar.
Ég leiddi samtöl við fimm vegan einstaklinga og fræddist um vegferð þeirra í veganismanum í beinni útsendingu á Facebook síðu Veganúar. Viðmælendur eru Axel F. Friðriksson hreyfigrafíker og meðstjórnandi í samtökum grænkera, Raghneiður Gröndal tónlistarkona, Bjarni Snæbjörnsson leikari, Anna Hulda Ólafsdóttir íþróttakona og verkfræðingur og Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir vegan brautryðjandi og eigandi Veganmatar, Vegabúðarinnar og Jömm.

karlmennskan

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125