Karlmennskan

[ATH. Þú getur hlustað á vikulega þætti af Hjónvarpinu með áskrift á patreon.com/hjonvarpid] Karlmennskuhugmyndir og viðfangsefni sem hafa snertiflöt við karla, jafnrétti eða karlmennsku eru til umfjöllunar í þessu hlaðvarpi.

Listen on:

  • Apple Podcasts
  • Podbean App
  • Spotify
  • Amazon Music
  • PlayerFM
  • Podchaser

Episodes

Monday Jan 17, 2022

Edda Falak stjórnandi hlaðvarpsins Eigin konur og Ólöf Tara stjórnarkona í Öfgum hafa verið ansi áhrifamiklar undanfarna mánuði og að mörgu leiti leitt aðra bylgju metoo og þær samfélagshræringar, ef svo má segja, sem orðið hafa undanfarna daga og vikur.
Við settumst niður og veltum fyrir okkur hvort nú værum við að horfa fram á raunverulegar breytingar, alvöru afstöðu valdafólks og fyrirtækja eða hvort meintir gerendur muni bara fara að rúlla til baka í makindum sínum og jafnvel með árásum á þolendur og baráttufólk.
Edda Falak og Ólöf Tara lýsa upplifun sinni af akívisma og tilraunum fólks til að þagga niður í þeim en þær lýsa líka væntingum sínum til þess að hið opinbera og fyrirtæki verji raunverulegu fjármagni í baráttu gegn ofbeldi, bæði til að mæta afleiðingum þess en einkum til að fyrirbyggja frekara ofbeldi.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Músík: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Þátturinn er í boði Veganbúðarinnar, The Body Shop, Dominos og bakhjarla Karlmennskunnar.

Tuesday Jan 11, 2022

Gyða Margrét Pétursdóttir prófessor í kynjafræði í Háskóla Íslands rýnir í, skýrir og setur í samhengi vatnaskilin sem hafa átt sér stað undanfarna daga í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og tilkalli karla til líkama kvenna. Afleiðing áratuga baráttu kvenna gegn nauðgunarmenningu, feðraveldi og þolendaskömm en vatnaskilin má skammlaust tileinka frásögn Vítalíu í hlaðvarpsþættinum Eigin konur með Eddu Falak. Gyða Margrét lýsir undrun og feginleik og segir í raun ótrúlegt hve hröð þróun hafi orðið í að losa um þolenda- og drusluskömm, afstöðu fyrirtækja og í umfjöllun fjölmiðla.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Músík: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Þátturinn er í boði Veganbúðarinnar, The Body Shop, Dominos og bakhjarla Karlmennskunnar.

Thursday Jan 06, 2022

Hildur Lilliendahl er brautryðjandi í íslensku samfélagi og femínískur byltingaleiðtogi sem á stóran þátt í að varpa ljósi á og hreyfa við djúpstæðri kvenfyrirlitningu og karllægni. Það er engin spurning að hennar barátta hefur skapað aðstæður sem síðan hafa leitt af sér allskonar misstórar byltingar síðustu árin.
Þakkirnar sem Hildur hefur fengið fyrir sitt framlag til jafnréttis hafa þó aðallega verið í formi niðurlæginga, árása, hótana og fyrirlitningar. Óumbeðið varð Hildur hættulegasti óvinur feðraveldis á einni nóttu og í kjölfarið nokkurskonar holdgervingur femínismans í augum ansi margra Íslendinga. Ummæli sem hún lét aldrei frá sér, um tjaldhæl, hafa síðan verið eignuð henni og stöðugt notuð til að níða og niðurlægja.
Við ræðum málefnið sem triggerar Hildi hvað mest, áhrifin sem óumbeðin smellifréttamennska, hótanir og andúð hefur haft á líf hennar, konur sem hata konur, hvaða áskoranir eru mikilvægastar að yfirstíga í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og ýmislegt fleira.
Veganbúðin, Dominos, The Body Shop og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Músík: Mr Silla - Naruto (án söngs)

Thursday Dec 16, 2021

Katrín Oddsdóttir útskýrir í temmilega einfölduðu máli hvers vegna við sem samfélag þurfum nýja stjórnarskrá. Hún bendir á mikilvægi þess að líta á stjórnarskrána sem leiðarvísi og í senn leiðbeiningar. Við ræðum hvers vegna málefnið er umdeilt og af hverju ný stjórnarskrá birtist mörgum okkar sem einhverskonar togstreita um annað hvort eða. Við Katrín mætumst síðan í aktívismanum, metnaðnum og togstreitunni sem felst í því að reyna að hafa áhrif, breyta og bæta samfélagið.
Eftirvinnsla: Unnur Gísladóttir
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (instrumental)
Dominos, Veganbúðin, The Body Shop og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á hlaðvarpið Karlmennskan. Þátturinn er sá síðasti sem tekinn var upp í stúdíó Macland.

Friday Dec 10, 2021

Reykjavíkurdætur urðu til upp úr rappkonukvöldum fyrir tæpum áratug, fyrst sem samkurl allskonar kvenna en síðar sem hljómsveit með ákveðnum fjölda og tilteknum einstaklingum. Þær mættu mikilli mótspyrnu til að byrja með, en yfirstigu andspyrnuna og hafa meikað það erlendis undir nafninu Daughters of Reykjavik. Þótt flestir Íslendingar hafi heyrt um hljómsveitina Reykjavíkurdætur hafa mun færri séð þær á tónleikum eða hlustað á plöturnar þeirra - eins og þær sjálfar hafa bent á. Er það vegna þess að þær eru konur, róttækar óþægilegar femínískar konur eða er músíkin ekki samboðin íslenskri menningu?
Steiney Skúladóttir og Salka Valsdóttir úr Reykjavíkurdætrum fara í gegnum grýttan feril hljómsveitarinnar á Íslandi, upphafið sem markaði þær djúpt og er í raun helsta ástæða þess að þær hafa einbeitt sér að erlendum markaði. Við ræðum upphafið, músíkina, förum inn í karllægni og karlasamstöðuna í tónlistarsenunni, feðraveldi og femínisma, ræðum um kynferðisofbeldi, Twitter og framtíðina í músíkinni.
Umsjón og eftirvinnsla: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (instrumental)
Dominos, Veganbúðin, The Body Shop og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á hlaðvarpið Karlmennskan.

Tuesday Dec 07, 2021

Þriðja vaktin, hugræn byrði eða mental load kallast sú ólaunaða ábyrgð, yfirumsjón og verkstýring sem er órjúfanlegur hluti af heimilis- og fjölskylduhaldi. Ósýnileg verkefni sem eru vanmetin og jafnvel álitið sjálfsagt að konur sinni frekar en karlar. Enda fellur þriðja vaktin, þessi hugræna byrði, margfalt þyngra á konur þótt þær séu í sambandi (með körlum) eða í fullri vinnu. Konur standa þriðju vaktina og hugræna byrðin fellur á þær sem hindrar atvinnuþátttöku þeirra, framgang í starfi, veldur streitu, álagi og stuðlar að kulnun og er eitt helsta ágreiningsefni í gagnkynja parasamböndum.
Hulda Tölgyes sálfræðingur og Alma Dóra Ríkarðsdóttir sérfræðingur í jafnréttismálum fara ofan í saumana á átakinu „Þriðja vaktin“ á vegum VR. Þær útskýra hugtökin fyrsta, önnur og þriðja vaktin og hvers vegna og hvernig einstaklingar í gagnkynja parasamböndum geta jafnað verkaskiptingu inni á eigin heimili.
Tónlist: Mr. Silla - Naruto
(instrumental)
Dominos, Veganbúðin, The Body Shop og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á hlaðvarpið Karlmennskan en þessi þáttur var auk þess unninn í samstarfi við VR.

Tuesday Nov 30, 2021

Hefur þú velt fyrir þér tengslum textíl og kyns? Sú staðreynd að konur eru í miklum meirihluta þeirra sem framleiða, kaupa, nota, nýta, henda og þvo textíl krefst nánari skoðunar. Í þættinum fæ ég til mín Þorbjörgu Söndru frá Umhverfisstofnun sem teymir mig í gegnum virðiskeðju textíl, svo við getum betur áttað okkur á því hvernig þetta umhverfismál er í raun kynjað. Við fáum aðstoð við hvað við getum gert til að bæta heiminn og karlmenn fá góð ráð til að gera betur í þessum málaflokki.
Eftirvinnsla: Unnur Gísladóttir
Tónlist: Mr. Silla - Naruto
(instrumental)
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja). Þessi þáttur var auk þess unninn í samstarfi við Umhverfisstofnun til þess að vekja athygli á samangegnsoun.is/textil.

Thursday Nov 25, 2021

Eftir alltof stuttan og ófókuseraðan seinni þátt Kveiks um hreinsunareld Þóris Sæm fékk ég viðmælendur pallborðs Kveiks til þess að dreypa á því sem helst fór fram og kannski einna helst beina sjónum að því sem vantaði í umræðuna.
Margir áhugaverðir og þarfir punktar komu fram sem er þess virði að hlusta á, til dæmis fjölluðum við um hvað er átt við þegar við tölum um handrit fyrir gerendur? Hvort það ætti ekki að koma á laggirnar nýjum dómstól á Íslandi sem fer með kynferðisbrotamál? Hvernig ætlum við að takast á við sársauka þolenda? Hver er hin raunverulega slaufunar menning? Við veltum fyrir okkur ólíkum sjónarmiðum þegar að kemur að því að umgangast gerendur og hvernig við getum beitt okkur fyrir þolendavænni samfélagi. Við eigum það sameiginlegt að líta á jafnréttisbaráttuna sem langhlaup sem er mikilvægt að vera vel nestuð í og að sérfræðingar, þolendur og aktívistar eigi að leiða þá umræðu.
Eftirvinnsla: Unnur Gísladóttir
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (instrumental)
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).

Thursday Nov 18, 2021

Við höldum áfram að rýna í umræðuna um ofbeldi, orðræðuna, sjónarhornið og hverjir fá pláss í fjölmiðlum. Undir hvaða sjónarmið er kynt og hvaða áhrif hefur einhliða umfjöllun um ofbeldi sem málar hóp þolenda sem gerendur á umræðuna? Ítrekað fáum við að heyra skilaboð um að þolendur og baráttufólk gegn ofbeldi þurfi að vanda sig, berjast á ábyrgan hátt og með rökfestu. Þetta fáum við að heyra frá almenningi og misjöfnum sérfræðingum sem telja sig vera á móti ofbeldi og vilja uppræta það. En hvert er fókusnum beint? Hvaða sjónarmið eru tekin til greina? Hvernig er hægt að efast um gerendameðvirkni eða tilvist feðraveldisins? Af hverju trúum við ekki þolendum? Hvernig getur baráttufólk fyrir réttlátu samfélagi orðið megin skotspónn gagnrýni? Þetta eru spurningar sem við veltum fyrir okkur í þættinum sem snýr að því að greina samfélagsumræðuna út frá sjónarhorni baráttukvennana Ólafar Töru Harðardóttur og Fjólu Heiðdal þolanda ofbeldis og aðstandanda þolanda.
Eftirvinnsla: Unnur Gísladóttir
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (instrumental)
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).

Friday Nov 12, 2021

Hér er gerð frekari tilraun til þess að kryfja þá sviðnu jörð sem fréttaskýringaþátturinn Kveikur skildi eftir í kjölfar þáttarins „Hreinunareldur Þóris Sæmundssonar“. Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir kynjafræðingur og doktorsnemi sem er að rannsaka gerendur og Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson heimspekingur og doktorsnemi sem er að rannsaka hvernig samskipti milli ólíkra reynsluheima eiga sér stað settust í stúdíóið.
Leitum við svara við af-skautun umræðunnar um ofbeldi, hvernig við getum nálgast vini og vinnufélaga sem eru gerendur eða meintir gerendur ofbeldis. Hvað þurfi til svo gerendur megi axla ábyrgð og hvernig spurningin „hvenær eiga gerendur afturkvæmt“ sé í sjálfu sér entitled og taki því sem gefnu að það sé bara spurning um tíma, en ekki hvort eða hvernig gerendur geti átt afturkvæmt.
Spjallið fer á stöku stundum í hyldýpi hugsana doktorsnemanna en við reyndum að halda umræðunni aðgengilegri og gagnlegri fyrir samtalið out there.
Eftirvinnsla: Unnur Gísladóttir
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (instrumental)
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).

Monday Nov 08, 2021

„Núna langar mig aðeins að segja hver hugsunin var.“ segir Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks aðspurð hvers vegna ákveðið var að gera einhliða illa ígrundaða og meingallaða umfjöllun um ofbeldi sem málaði hóp þolenda sem gerendur. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði um leikarann Þóri Sæm í síðustu viku sem vakti vægast sagt upp hörð viðbrögð þolenda og baráttufólks gegn ofbeldi. Engir sérfræðingar um ofbeldismál voru fengnir til viðtals og ýjaði þáttastjórnandi að því að ástæðan væri sú að enginn hefði fengist í þáttinn. Þátturinn, sem að sögn þáttastjórnanda, átti að hreyfa við umræðunni um ofbeldi fýraði í raun enn frekar upp í andstöðu við þolendur og mátti sjá gerendameðvirknina sullast yfir facebook-þráð Kveiks þar sem viðtalið var auglýst.
Í kjölfar þáttarins hafa þolendur stigið fram í hrönnum, einkum á Twitter, og lýst því hvernig þátturinn hafi verið eins og „hlandblaut tuska í andlitið á þolendum“. Raunar var það ung kona sem tók svo til orða og lýsti því á Twitter og í samtali við Stundina, að viðmælandi Kveiks hefði notfært sér aldur hennar til að sofa hjá sér, þegar hún var 16 ára og hann 34 ára. Og hún virðist ekki vera sú eina sem svíður undan viðmælanda Kveiks. En umfjöllun Kveiks var ekki um þjáningarnar sem viðmælandinn hefði ollið þolendum sínum og hvernig hann hefði axlað á þeim ábyrgð, heldur hvort að afleiðingarnar sem hann hefur mátt mæta vegna gjörða sinna „væri sanngjörn niðurstaða“.
Karlmennskan fær Þóru til að útskýra hugsunin á bakvið umfjöllunina, hvort þátturinn hafi verið mistök og í raun virkað sem vopn í höndum þeirra sem tala niður þolendur og baráttufólk gegn ofbeldi, hvort farið hafi verið í fullnægjandi rannsóknarvinnu í aðdraganda þáttarinns og hvernig Kveikur muni bregðast við í kjölfar gagnrýninnar.
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (instrumental)
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).

Thursday Nov 04, 2021

Í ljósi fregna að Josh Cavallo ástralskur fótboltamaður kom opinberlega út úr skápnum fékk ég Ástrósu Önnu meistaranema í félagsfræði til samtals við mig. Við ræddum um áberandi skort á samkynhneigðum fótboltamönnum. Þá fjallar Ástrós Anna um rannsókn sem hún gerði meðal íslenskra fótboltamanna sem varpar ljósi á þær hómófóbísku hugmyndir sem þekkjast innan greinarinnar, hvernig skaðleg orðræða, kvenfyrirlitning og ríkjandi karlmennsku er viðhaldið innan menningar fótboltans hér á landi. Vonin er þó að yngri kynslóðin sé færari í fjölbreytileikanum og hugsanlega að hún hreyfi við ríkjandi karlmennsku hugmyndum. Það eiga „allir að geta æft fótbolta“ eins og Ástrós Anna segir.
Eftirvinnsla: Unnur Gísladóttir
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (instrumental)
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).

Thursday Oct 28, 2021

Með sinn sérstaka stíl bauð Tómas Tómasson betur þekktur sem „Tommi“ sig fram til Alþingis. Eins og Tommi kemst sjálfur að orði þá hefur aldrei verið kosið svona „gamlan karl“ á þing, en hann hlaut efni sem erfiði og situr nú fyrir hönd Flokks fólksins á þingi. Karlmennskan fékk Tomma til þess að ræða aðdraganda kosninganna, áherslumál hans sem þingmanns, hvort hann sé „hinn góði kapítalisti“ og hver séu mikilvægu málefnin. Þá lýsti Tommi viðhorfum sínum til transumræðunnar, #metoo og hvernig hugsa mætti mörk og þá líka markaleysi. Að lokum var rætt hvernig skilgreina mætti karlmennskuna.
Eftirvinnsla: Unnur Gísladóttir
Tónlist: On (Instrumental) - Jói P. og Króli
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).

Tuesday Oct 19, 2021

Ég bað vini mína um að taka umræðu um umræðuna er sneri að karlmennsku og jafnrétti á meðan ég tók örstutt „sumarfrí“ með fjölskyldunni. Núverandi og fyrrverandi fótboltaáhugamenn rýna í áhugamálið sitt og menninguna í kringum það undir dyggri stjórn Svölu Hjörleifsdóttur. Svala Hjörleifsdóttir stýrði samtali við Einar Ómarsson og Hörð Ágústsson þar sem þau fara víða og ræða m.a. karlmennskuspjallið, fótboltamenningu og áhangendur hópíþróttaliða, vangetu íslensks samfélags til að gera fólk ábyrgt gjörða sinna, skrímslavæðingu gerenda ofbeldis, KSÍ og kvenleika og karlmennsku. Þau velta fyrir sér heilagleika í kringum fótboltann, hvort bergmálshellirinn þeirra eigin sé að stækka, hvort viðhorf karla séu að breytast og margt fleira temmilega kaótískt. Eins og húsfundur, nema um jafnrétti, ofbeldi og fótbolta.
Umsjón: Svala Hjörleifsdóttir
Intro: Futuregrapher
Outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).

Thursday Oct 14, 2021

„Í staðinn fyrir að líta á okkur sem heild eða hluta af mengi þá erum við farin að líta á okkur og börnin okkar sem einhverskonar frífljótandi einstaklinga og okkar hlutverk er að besta okkur sjálf og börnin okkar sem samkeppnishæfasta einstaklinginn sem fer út og skapar peninga.“ segir Auður Magndís Auðardóttir í samtali við Sunnu Símonardóttur og Þorstein V. Einarsson um foreldrahlutverkið. Auður Magndís og Sunna hafa báðar gert doktorsrannsókn á kröfur á foreldra og hvernig þær hafa aukist undanfarna áratugi sem þær tengja við stéttaskiptingu, markaðsvæðingu, nýfrjálshyggju og ákafa mæðrun.
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).
Intro: Futuregrapher
Outro: Jói P. og Króli - ON (instrumental)

Friday Oct 08, 2021

„Ég hef alla tíð verið frekar ringlaður og svo er ég bullukollur og rugludallur. Ef það er einhver hæfileiki sem ég hef þá er það þvaður. Ég get þvaðrað endalaust.“ segir Jón Gnarr meðal annars í samtali sem átti að vera 30 til 45 mínútur um kallakalla og vináttu en leiddist út í 75 mínútna spjall um allskonar. Enda er ekki auðsótt að leiða samtal við Jón Gnarr inn á eina braut. Við ræðum um kallakallinn sem hefur stundum af honum völdin, hvernig það er að vera hvítur miðaldra karlmaður, afahlutverkið, foreldrahlutverkið, karllægni íslenskunnar, karlmennsku og upphandleggsvöða, móðurmissinn, borgarstjórnartímann og vináttu svo fátt eitt sé nefnt.
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).
Intro: Futuregrapher
Outro: Jói P. og Króli - ON (instrumental)

Tuesday Oct 05, 2021

„Þú sérð manneskju [í speglinum] og veist að þetta á að vera þú en þetta er ekki þú.“ segir Aron Daði þegar hann er beðinn um að lýsa þeirri upplifun að tilheyra ekki því kyni sem honum var úthlutað við fæðingu. Aron Daði Jónsson og Arna Magnea Danks veita innsýn í reynsluheim sinn, áskoranir og frelsið við að koma út sem trans. Þau segja kyn sitt ekki vera spurningu um val eða upplifun heldur það sem þau einfaldlega eru og orðræða um annað sé fordómafull, smættandi og meiðandi. Við ræðum baráttuna við að koma út, tilheyra og fitta inn í samfélag sem er mjög svo upptekið af kynjatvíhyggju og rótgrónum hugmyndum um karlmennsku.
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar, The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).
Intro/Outro: Futuregrapher

Friday Oct 01, 2021

„Í kjarasamningum upp úr 1900 eru launataxtar fyrir karla og svo fyrir konur og unglingsstráka, sem þóttu vera á pari.“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir ný-endurkjörin formaður BSRB um sögulegar rætur launamisréttis á Íslandi. Við Sonja ræðum kynbundinn launamun og hvernig störf eru metin á ólíkan hátt þannig að störf þar sem konur eru í meirihluta eru gjarnan metin lægra til launa. Sonja telur að nú sé tíminn til að hækka laun kvennastétta og vekur athygli á tillögum stjórnvalda til aðgerða sem nú eru í samráðsgátt.
Við ræðum norrænu velferðina sem byggð er á baki láglaunakvenna, launataxta og gildismat starfa og þær aðgerðir sem ráðast þarf í til að hækka laun og leiðrétta kynbundinn launamun.
Þátturinn er tekinn upp ú stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar, The Body Shop og bakhjarla á karlmennskan.is/styrkja.
Intro: Futuregrapher
Outro: Jói P. og Króli - ON (instrumental)

Thursday Sep 23, 2021

„Það er ekkert gott að geta verið drulluhali í einrúmi með vinum þínum“ segir Atli Sigþórsson sem er þekktari undir listamannsnafninu Kött Grá Pjé. Atli segist hafa verið bældur maður og Kött Grá Pjé hafi verið alteregó sem hafi hjálpað honum að takast á við sviðsskrekkinn. Alteregóið hafi þó verið heiðarleg gríma því í gegnum hana hafi hluti af Atla komist fram og Kött Grá Pjé orðið að sönnum Atla, eða öfugt.
Við ræðum um tilfinningar, kvíða og þunglyndi sem Atli hefur talað opinskátt um. Við tölum um pólitík, prinsipp og málamiðlanir. Ræðum róttækan femínisma, feðraveldi, karlmennsku og naglalakk.
Intro: Futuregrapher
Outro: Jói P. og Króli - ON (instrumental)
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Veganbúðarinnar og bakhjarla karlmennskunnar, en þú getur stuðlað að frekari hlaðavarpsþáttagerð og efnissköpun á samfélagsmiðlum með því að gerast mánaðarlegur styrktaraðili á karlmennskan.is/styrkja.

Thursday Sep 16, 2021

„Í staðinn fyrir að fara í vörn að fólk sé bara tilbúið til að hlusta, læra og aflæra þessar hugmyndir.“ segir Chanel Björk Sturludóttir umsjónarkona Mannflórunnar sem er útvarps- og hlaðvarpsþáttur á Rúv og Instagram, þar sem hún leitast við að svara djúpstæðum spurningum um fjölmenningu í íslensku samfélagi. Chanel er blandaður Íslendingur og kannast við á eigin skinni hvernig við flokkum fólk eftir ríkjandi hugmyndakerfi. Þótt enginn munur sé á fólki eftir uppruna og kynþætti þá verðum við að taka inn í myndina hvernig nýrasismi hefur félagsleg áhrif á fólk. Chanel gagnrýnir gerendafókus í umræðu um menningarnám og rasisma og telur fólk ekki nægjanlega meðvitað um eigin fordóma. Jafnvel upplýst róttækt fólk eigi til að nota orðfæri úr poppmenningunni án þess að tengja það við yfirtöku ráðandi hóps á menningareinkennum undirokaðra hópa. Chanel, ásamt Miriam Petru, bjóða skólum, félagsmiðstöðvum og vinnustöðum upp á fræðslu um kynþáttahyggju og menningarfodóma á Íslandi.
Í 51. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar fræðumst við um rasisma, nýrasisma, öráreitni, fordóma, menningarnám, AAVE og kynþáttahyggju í íslensku samfélagi.
Intro: Futuregrapher
Outro: Jói P. og Króli - ON (instrumental)
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Veganbúðarinnar og The Body Shop.

karlmennskan

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125